Search

Harðfiskur uppfullur af b12 vítamínum

Updated: Apr 21


Nýleg rannsókn sem VON Iceland lét gera fyrir sig leiðir í ljós að harðfiskurinn frá Von harðfiskverkun er ríkur af B12 Vítamínum.


Í 100gr af harðfisk frá Von harðfiskverkun er 6,07 μg af B12 Vítamíni sem er 243% af næringarviðmiðunargildi.


B12 vítamín getur haft mjög jákvæð áhrif á líf fólks t.d. sem góður orkugjafi, bætt minni og dregið úr líkum á hjartaskjúkdómum.


Meðal jákvæðra áhrifa sem B12 Vítamín hefur


  • Hjálpar til við myndum rauðra blóðkorna og dregur úr blóðleysi

  • B12 vítamín stuðlar að heilbrigðri meðgöngu og getur dregið úr líkum á fæðingagöllum

  • Getur komið í veg fyrir beinþynningu

  • Getur dregið úr aldurstengdri hrörnun í augnbotnum

  • Hefur jákvæð áhrif á skapferli. Dregur úr líkum á þunglyndi

  • Dregur úr minnisleysi hjá eldra fólki

  • Getur gefið þér aukna orku

  • Stuðlar að heilbrigðu hári, húð og neglum

83 views

VON Iceland Harðfiskverkun - Eyrartröð 11 - 220 Hafnafjörður - Tel: +354 555 6660
© 2020 by VON ICELAND