UMOKKUR
UMOKKUR
VON Iceland var stofnað árið 2002 og er í dag ein stærsta og öflugasta matvælavinnsla landsins sem sérhæfir sig í framleiðslu á harðfisk, bitafisk, skífum og þurrkuðu gæludýrafóðri.
VON Iceland er leiðandi fyrirtæki í vinnslu og markaðssetningu á þurrkuðum fiskafurðum innanlands sem og erlendis en VON Iceland starfar eingöngu með öflugum og virtum aðilum á viðkomandi mörkuðum.
Markmið VON Iceland er að auka harðfiskneyslu á Íslandi og erlendis með því að bjóða upp á holla og góða vöru sem ýtir undir heilbrigðan lífstíl og eykur lífsgæði.
VÖRUR
Síðan 2002 hefur VON Iceland framleitt bragðgóðan harðfisk og bitafisk úr besta mögulega hráefni sem völ er á. Fjölbreytt vöruúrval VON Iceland tryggir að allir finni eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er harðfiskur, bitafiskur, skífur, þurrkað gæludýrafóður eða nýjasta viðbótin, Crunchy fish próteinsnakk.
NÝTT Á MARKAÐ
CRUNCHY FISH
Crunchy fish próteinsnakk er ný íslensk ofurfæða sem unnin er úr ferskum fiski. Próteinsnakk er holl og næringarrík vara sem inniheldur brakandi stökka harðfiskbita og harðfiskskífur í nettum umbúðum sem hentar vel fyrir fólk á ferðinni. Til að framleiða einn poka af próteinsnakki eru notuð 175g af ferskum þorskflökum og inniheldur hver poki 84% af próteini. Varan er auk þess rík af steinefnum, vítamínum og omega 3.
HARÐFISKUR ER SÚPERFÆÐA
Harðfiskur er sannkölluð súperfæða, holl, næringarík og full af vítamínum.
200g af harðfisk er sama og 1kg af ferskum fiskflökum og nær öll næringarefni halda sér í vörunni. Því mun 200 g harðfiskpoki duga sem máltíð fyrir fjögra manna fjölskyldu.
- Ríkt af B12 Vítamínum
- Steinefnaríkt
- Ketó væn vara
- Fitulítið
- Nátturulega hrein vara og án allra gerviefna
- Hollt millimál
- Unnið úr hágæða íslensku hráefni
- Umhverfisvæn framleiðsla
- Inniheldur mikið magn af próteinum