HARÐFISKUR

HARÐFISKUR ER

ÍSLENSK SÚPERFÆÐA

200g = 1kg

200g af Harðfisk er sama 1kg af ferskum fiskflökum og 2kg af ferskum fisk upp úr sjó.
icon fiskur

B12 Vítamín

Ríkt af B12 Vítamínum sem gefur þér aukna orku.

Próteinrík

Harðfiskur er inniheldur mikið magn af próteinum.

Náttúruleg vara

Unnið úr hágæða íslensku hráefni og án gerviefna.

Ketó vænt

Fullkomin ketó vara og inniheldur engin kolvetni.

Næringarík

Rík af ómega fitusýrum, vítamínum, steinefnum og próteinum.

Umhverfisvæn Framleiðsla

Við framleiðslu á harðfisk er notast við endurnýjanlega orku.

Fitulítil

Það er aðeins 1g af fitu í 100g af harðfisk.

Handhægt millimál

Handhægt og þægileg næring sem auðvelt er að grípa með sér hvert sem er, hvenær sem er.

Framleiðsluferlið

Hetjur hafsins veiða þorsk og ýsu við Íslandsstrendur...

Framleiðsluferlið

...gera að fisknum og færa okkur fersk fiskflök....

Framleiðsluferlið

...sem við tökum við, mótum og þurrkum...

Framleiðsluferlið

...höldum eftir nær öllum próteinum, vítamínum og næringu....

Framleiðsluferlið

...og eftir stendur sannkölluð ofurfæða uppfull af vítamínum, steinefnum, próteinum og næringu.

Ein elsta fæða Íslendinga. 
Síðan 874


Harðfiskur er hluti af kjarnanum í íslenskri sögu. Elstu rituðu heimildir um harðfisk eru frá 14. öld. Hins vegar er talið að harðfiskur hafi fylgt Íslendingum allt frá upphafi landnáms árið 874.

Harðfiskur var fram eftir öldum  ein aðalfæða Íslendinga.  Ísland var oft kallað  fiskætueyjan og var haft að orði að þar sem Evrópubúar borðuðu brauð þá borðuðu Íslendingar harðfisk.

Harðfiskur var áður fyrr einn helsti matur Íslendinga, og var hann gjarnan borðaður með smjöri eða sölvum. Harðfiskur er alltaf unnin úr nýju og fersku hráefni. 

Harðfiskur er náttúruleg vara og inniheldur engin gerviefni. Einungis um 10% af fisk upp úr sjó skilar sér í seljanlegri vöru eftir þurrkun. 


Harðfiskur er sérlega próteinrík fæða en 100g af harðfisk inniheldur um 85% próteini. Sem dæmi má nefna að fersk ýsa eða þorskur inniheldur aðeins um 17-19% prótein. 

Harfðfi­skur hentar sérstaklega vel fyrir þá sem sækjast eftir viðbótarprótein úr fæðu sinni, svo sem fólk sem stundar fjallgöngur, göngur, íþróttir og almenna heilsurækt. 


Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á hollustu fisks og benda niðurstöður til þess að fiskneysla getur haft gífurlega jákvæð áhrif á heilsu fólks.

Fullorðinn einstaklingur þarf um 0,75 g af próteinum á hvert kg líkamans. Því þarf einstaklingur sem er 70 kg að fá 53 g af próteinum á dag. Til að fá þetta magn úr harðfiski þarf hann einungis að borða rétt rúmlega 66 g.

Af hverju að borða harðfisk

  • Góður orkugjafi
  • Ríkt af B12 Vítamínum
  • Próteinrík vara
  • Getur dregið úr þreytu og lúa
  • Stuðlar að vexti og viðhaldi vöfðamassa
  • Getur haft jákvæð áhrif á skapferli. 
  • Stuðlar að viðhaldi eðlilegs blóðþrýstings 
  • Stuðlar að heilbrigðu hári, húð og neglum
Innihaldsefni:  Þurrkaður þorskur 100%
Orka................................ 1465 kJ / 345 kkal
Fita...................................1,0g
-þar af mettuð...............<0,2g
Kolvetni..........................0 g
- þar af sykurtegundir..0 g
Prótein...........................84 g
Salt.................................2 g
                                         NV*
Níasín                            21 mg  / 128% 
Fólinsýra                       75 mcg / 37%
B12 Vítamín                 6,1 mcg / 168%
Kalíum                          1638 mg / 82%
Fosfór                            1106 mg / 158%
Magnesíum                 109 mg / 29%
Selen                              131 mcg / 238%
Joð                                  210 mcg / 140%
----------
*Hlutfall af næringarviðmiðunargildum
Share by: