VON Iceland var stofnað árið 2002 og er í dag ein stærsta og öflugasta matvælavinnsla landsins sem sérhæfir sig í framleiðslu á  harðfisk, bitafisk, skífum og þurrkuðu gæludýrafóðri.


Notast er við sérhannaða framleiðsluaðferð sem þróuð var af stofnendum félagsins sem byggir á áratuga reynslu þeirra í framleiðslu á harðfik.

VON Iceland er leiðandi fyrirtæki í vinnslu og markaðssetningu á þurrkuðum fiskafurðum innanlands sem og erlendis og starfar eingöngu með öflugum og virtum aðilum á viðkomandi mörkuðum.

Markmið VON Icelaland er að auka harðfiskneyslu á Íslandi og erlendis með því að bjóða upp á holla og góða vöru sem ýtir undir heilbrigðan lífstíl og eykur lífsgæði. 

Framúrskarandi fyrirtæki

VON Iceland er fjölskyldufyrirtæki stofnað árið 2002 og hjá félaginu starfa 18 manns með meira en 50 ára reynslu á að framleiðslu á harðfisk. 

VON Iceland  framúrskarandi matvælaframleiðandi með hæstu mögulegu einkunn  frá Matvælastofnun Íslands. 

VON Iceland er meðal þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum.

Sagan okkar

Stofnandi félagsins hafði hjallaðþurrkað harðfisk til fjölda ára á Vestfjörðum.  Þurrkunin var alltaf háð veðurfari og gat tekið mislangan tíma að fullklára vöruna auk þess sem gæðin voru mismunandi.

Hann fór því að velta fyrir sér aðferð um hvernig mætti þurrka fisk á hagkvæmari hátt sem á sama tíma lýkti eftir veðurfari á Íslandi. Með þessa sýn þróaði hann aðferð sem var í senn einstök og fullkomin leið til að framleiða harðfisk og bitafisk sem uppfyllti allar gæðakröfur um framúrskarandi matvælavinnslu og stöðug gæði. 

Síðan 2002 höfum við framleitt bragðgóðan og einstakan harðfisk og bitafisk úr besta mögulega hráefni sem völ er á. Harðfiskurinn og bitafiskurinn frá VON Iceland eru án efa vinsælustu harðfiskvörur Íslendinga.

VON Iceland Harðfiskverkun - Eyrartröð 11 - 220 Hafnafjörður - Tel: +354 555 6660
© 2020 by VON ICELAND